Nacu ræstitækni

Nacu ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í ræstingum á fjölförnum stöðum þar sem álag er mikið og krafan um hreinlæti er rík. Þannig þjónustar Nacu ehf.  til dæmis hótel, mathallir og verslunarmiðstöðvar.

Þess vegna skörum við framúr

Vinnusiðferði

Virðing fyrir viðskiptavinum, aðstæðum þeirra og óskum, er í fyrirrúmi í allri okkar vinnu. Við skilum eingöngu af okkur vinnu sem við sjálf getum verið stolt af.

Sveigjanleiki

Við erum sveigjanleg fyrir þörfum okkar viðskiptavina. Við vitum að upp geta komið óvæntar aðstæður og viljum laga okkur að þeim eins og kostur er.

Stundvísi

Tími þinn er dýrmætur. Og það er okkar líka. Við mætum á réttum tíma til verks og skilum því af okkur stundvíslega.

Dugnaður

Vinnan göfgar. Við vitum að við erum mikilvægur hlekkur í þinni keðju og leggjum okkur því fram um að skila afbragðs vinnu.

Teymið

florin

Florin Nacu

Framkvæmdastjóri

Florin er stofnandi og framkvæmdastjóri Nacu ehf. Hann fluttist til Íslands frá Rúmeníu árið 2021 og hóf störf við hótelræstingar. Florin sá hratt tækifærin í ræstingageiranum og stofnaði því Nacu ehf.
sorina

Sorina Nacu

Teymisstjóri

Sorina er eiginkona Florin og sér um teymisstjórnun hjá fyrirtækinu. Sorina er skipulögð, ráðagóð og brosmild. Gleði hennar fyrir starfinu er smitandi svo verkin eru unnin með bros á vör.
ionela

Ionela Iosif

Ræstitæknir

Ionela kom með Florin til Íslands til að starfa hjá Nacu. Ionela býr yfir mikilli natni við sín störf og hefur einstakt auga fyrir smáatriðum.
alexandra

Ale Alexandra

Ræstitæknir

Alexandra er dóttir Ionelu og . Hún er ungur og metnaðarfullur fagurkeri sem hefur hæfileikann til að fegra hvað sem á vegi hennar verður.

Okkar viðskiptavinir

Gróðurhúsið

Gróðurhúsið hefur notað þjónustu Nacu ehf. í um 18 mánuði núna og við höfum alltaf verið ánægð með vinnu þeirra. Það sem heillar okkur mest er frábært vinnusiðferði þeirra – þau eru alltaf með allt á hreinu.

Teymið þeirra er frábærlega stundvíst og skilar stöðugt því sem ég bið um og fer oft umfram það. En það sem í raun stendur upp úr er sveigjanleiki þeirra. Alltaf þegar óvæntir atburðir skjóta upp kollinum eru þau alltaf til taks.

Við mælum með Nacu ræstitækni ef þú ert á eftir áreiðanlegu, duglegu teymi sem er ekki bara frábært í því sem það gerir heldur líka aðlagast þínum þörfum óaðfinnanlega.

Helgi Óttarr Hafsteinsson

Framkvæmdastjóri Gróðurhússins

Mjólkurbúið Mathöll

Við í Mjólkurbúinu Mathöll hófum samstarf við Nacu ehf fyrir um ári síðan. Samstarfið hefur gengið einstaklega vel og hefur öllum okkar væntingum verið mætt. Starfsfólk Nacu er vandvirkt, samviskusamt, duglegt og vinalegt. Þau eru ávallt reiðubúin að sinna verkefnum fagmannlega og er sveigjanleikinn mikill eins og oft er þörf á í okkar rekstrarumhverfi. Öll samskipti eru lipur og verkefnin leyst í sameiningu. Ég gef Nacu ehf okkar bestu meðmæli.

Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir

Rekstrarstjóri Mjólkurbúið Mathöll

Bankinn Vinnustofa

Nacu ehf hefur sinnt daglegum og vikulegum þrifum fyrir Bankann Vinnustofu sl. mánuði. Verkefninu hefur verið sinnt fagmannlega og er starfsfólk traust og áreiðanlegt.

Þórunn Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri Bankinn Vinnustofa

Sigtún Þróunarfélag

Miðbær Selfoss hefur unnið í samstarfi við Nacu ehf í ýmsum verkefnum sl. ár.  Starfsfólk Nacu vinnur verkefnin gríðarlega vel, eru jákvæð og sveigjanleg. Öll vinna er til fyrirmyndar og samskipti milli aðila virkilega góð.

Vignir Guðjónsson

Framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélag

Hafa samband

Ekki hika við að hafa samband vanti þig framúrskarandi ræstingarþjónustu. Við erum alltaf tilbúin til að fara yfir þitt verk með þér og skoða grundvöll fyrir farsælu samstarfi.

791 3234 - Florin

nacu@nacu.is

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.